Þrjá flokka þyrfti í meirihlutann

Ný könnun sýnir að miklar breytingar verða á skipan bæjarstjórnarinnar …
Ný könnun sýnir að miklar breytingar verða á skipan bæjarstjórnarinnar þar eftir kosningarnar í lok maí. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrjár stjórnmálahreyfingar þarf í bæjarstjórn Akureyrar, skv. niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir Morgunblaðið.

Alls 21,8% þeirra sem þátt tóku í könnuninni styðja Sjálfstæðisflokkinn sem er stærstur og 20,6% Bjarta framtíð, að því er fram kemur í fréttaskýringu um skoðanakönnunina í Morgunblaðinu í dag.

Í kosningunum fyrir 4 árum fékk L-listinn sex bæjarfulltrúa – það er hreinan meirihluta – og Bæjarlistinn einn. Nú hafa þessar hreyfingar sameinast, L-listinn, bæjarlisti Akureyrar, og mælast með stuðning 19,0% kjósenda. VG fær 16,7% fylgi í könnuninni, framsókn dalar og fær 12,3%,  Samfylking mælist með 9,5% fylgi og Dögun með 0,3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert