Fylgissveifla til Sjálfstæðisflokksins

Hér er bæjarstjórn Akraness á fundi. Miklar breytingar verða á …
Hér er bæjarstjórn Akraness á fundi. Miklar breytingar verða á skipan hennar eftir kosningarnar í vor samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. mbl.is/Golli

Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð eru stærstu flokkarnir á Akranesi samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í bænum.

Meirihlutinn í bæjarstjórn er fallinn. Flokkarnir þrír sem mynda meirihlutann, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri-græn, tapa allir miklu fylgi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um pólitíkina á Skaganum í Morgunblaðinu í dag.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 43,1%. Fengi flokkurinn fjóra fulltrúa í bæjarstjórn en hefur nú tvo. Björt framtíð mælist með 20,5% fylgi. Hún fengi tvo fulltrúa. Samfylkingin tapar miklu fylgi. Stuðningur við hana mælist nú 19,2% og fengi hún tvo bæjarfulltrúa kjörna. Í kosningunum 2010 fékk flokkurinn 34,8% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »