Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur

Höfnin er lífæðin, enda hefur þar verið mikilvægasta verstöð landsins …
Höfnin er lífæðin, enda hefur þar verið mikilvægasta verstöð landsins í fjölda ára og byggist afkoman að mestu leyti á sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum bætir við sig miklu fylgi frá síðustu bæjarstjórnarkosningum. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið fengi flokkurinn nærri 70% atkvæða í Eyjum.

Eina mótframboðið, Eyjalistinn, nýtur tæplega 30% fylgis. Verði niðurstaða kosninga í samræmi við könnunina fær Sjálfstæðisflokkur fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo. Fyrirrennari Eyjalistans, Vestmannaeyjalistinn, hefur þrjá bæjarfulltrúa í núverandi bæjarstjórn.

Í fréttaskýringu um könnunina í Morgunblaðinu í dag segir Jórunn Einarsdóttir, efsti maður á Eyjalistanum, mikið verk fyrir höndum. „Við höfum sannarlega sýnt það að við höfum margt til málanna að leggja og eigum fullt erindi við Vestmannaeyinga,“ segir Jórunn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »