Meirihlutinn fallinn í Árborg

Frá Árborg.
Frá Árborg. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitarfélaginu.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 36,2% en var 50,1% í kosningunum 2010. Hann fær fjóra menn kjörna, tapar einum og þar með er hreinn meirihluti hans fallinn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælinguna í Morgublaðinu í dag.

Framsóknarflokkurinn er með 17,6% fylgi og fengi tvo fulltrúa. Samfylkingin er með 17,1% fylgi og fengi einn. Björt framtíð, sem ekki hefur boðið fram áður, mælist með 11,8% fylgi og næði inn manni. Vinstri græn eru með 8% fylgi sem þýðir að flokkurinn tapar eina bæjarfulltrúa sínum.

Þegar könnunin var framkvæmd í síðustu viku ætluðu Píratar að bjóða fram. Fylgi þeirra mældist 8,7% sem gefur einn fulltrúa. Er könnuninni lauk kom í ljós að ekkert verður af framboðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »