Með hreinan meirihluta í Garðabæ

Yfir Garðabæ.
Yfir Garðabæ. mbl.is/RAX

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ fengi átta bæjarfulltrúa af ellefu, ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitarfélaginu.

Björt framtíð, sem ekki hefur boðið fram áður, fengi tvo fulltrúa. Samfylkingin og óháðir fengju einn. Önnur framboð næðu ekki inn manni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælinguna í Morgunblaðinu í dag.

M-listi, Fólkið í bænum, sem á einn fulltrúa í núverandi bæjarstjórn, tapar miklu samkvæmt könnuninni. Fylgi hans mælist aðeins 1,3% en var 15,9% í kosningunum fyrir fjórum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert