Kosið verði um lóð undir mosku

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavík.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavík.

Oddviti framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, vill að hætt verði við að úthluta Félagi múslima lóð undir mosku við Mörkina í Reykjavík og úthlutunin þess í stað borin undir borgarbúa í kosningu. Frá þessu var greint í frétt á Vísi.

Tekin var ákvörðun um lóðaúthlutunina síðastliðið haust.

Haft er eftir Sveinbjörgu að um persónulega skoðun hennar sé að ræða og að málið snúist um að gefa borgarbúum tækifæri til þess að lýsa skoðun sinni á málinu. Hún vildi þó ekki svara því hvaða skoðun hún hefði sjálf á því. Fram kemur í fréttinni að oddvitar allra framboða í Reykjavík séu fylgjandi því að moska rísi í borginni en sjálfstæðismenn vilji hins vegar endurskoða staðsetninguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina