Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.

Lokatölur úr Reykjavík bárust nú rétt eftir klukkan sjö og er ljóst að meirihlutinn er fallinn. Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur með fimm borgarfulltrúa og 31,9% atkvæða. 

Sjálfstæðisflokkurinn kemur næst á eftir með fjóra fulltrúa og 25,7% atkvæða, þá Björt framtíð með tvo fulltrúa og 15,6% atkvæða, Framsókn með tvo fulltrúa og 10,7% atkvæða, Vinstri græn með einn fulltrúa og 8,3% atkvæða og að lokum Píratar með einn fulltrúa og 5,9% atkvæða. 

Hvorki Dögun né Alþýðufylkingin fengu kjörinn fulltrúa í borgarstjórn. 

Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Skúli Helgason eru borgarfulltrúar fyrir hönd Samfylkingar, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir fyrir hönd Sjálfstæðisflokks.

S. Björn Blöndal og Elsa Hrafnhildur Yeoman eru borgarfulltrúar fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Sóley Tómasdóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og Halldór Auðar Svansson náði kjöri fyrir hönd Pírata.

Bók­halds- og innslátt­ar­villa í einni kjör­deild varð til þess að ekki tókst að birta síðustu töl­ur fyrr en rúm­lega  sjö í morg­un, dag­inn eft­ir kjör­dag. 

Oddvitar framboða í Reykjavík í nótt, spennt að heyra nýjustu …
Oddvitar framboða í Reykjavík í nótt, spennt að heyra nýjustu tölur í ráðhúsinu í Reykjavík. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert