Nýr meirihluti í Langanesbyggð

Frá Langanesbyggð.
Frá Langanesbyggð. mbl.is/Kristinn

Skrifað var í gær undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbæjar.

Það gerðu Reynir Atli Jónsson frá N-lista og Hulda Kristín Baldursdóttir frá L-lista, en hún er yngsti sveitarstjórnamaður landsins, tvítug að aldri.

Í síðustu viku var Hilma Steinarsdóttir frá N-listanum kjörin oddviti. Hilma er grunnskólakennari að mennt en stundar nú háskólanám í stjórnun á menntavísindasviði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona er kjörin oddviti í Langanesbyggð en varaoddviti var kosinn Þorsteinn Ægir Egilsson frá L-lista, íþróttakennari og sjúkraflutningamaður. Auglýst verður eftir sveitarstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert