Ármann safnaði mestu fyrir prófkjör

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, er sá frambjóðandi sem fékk hæstu heildarframlögin frá einstaklingum og fyrirtækjum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í þeim sveitarfélögum þar sem prófkjör fóru fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí.

Alls fékk hann rúmar 3,4 milljónir króna í styrki fyrir prófkjör flokksins í Kópavogi í febrúar, en þeir komu allir frá fyrirtækjum og voru að hámarki 250 þúsund krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Júlíus Vífill Ingvarsson, sem skipaði annað sæti á lista flokksins í Reykjavík, fékk rúmlega 2,8 milljónir króna í styrki fyrir framboð sitt en framlög til Halldórs Halldórssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, námu tæpum 2,8 milljónum. Þar af voru rúm 900 þúsund krónur frá einstaklingum, sem er mest allra frambjóðenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert