Skora á Vigfús Bjarna

Vigfús Bjarni Albertsson er sjúkrahúsprestur.
Vigfús Bjarni Albertsson er sjúkrahúsprestur. Af Facebook-síðu Vigfúsar Bjarna.

Hópur fólks hefur skorað á Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest á Landspítalanum, að bjóða sig fram til forseta Íslands. 

Á Facebook-síðu Vigfúsar Bjarna kemur fram að honum og eiginkonu hans hafi borist mörg símtöl og sendingar með fallegum orðum. „Við erum undrandi og þakklát fyrir það sem hefur verið sagt við okkur,“ skrifar hann. 

Hann segir að hópur fólks hafi verið að vinna í undirskriftalista með áskorun en tekur fram að hann hafi ekki verið hluti af því ferli. 

„Listann höfum við ekki séð enn en núna geta fleiri hugsað þetta með okkur. Hvað sem gerist þá er margt að íhuga. Það er dýrmætt í öllum mannlegum samskiptum að fá dómgreind lánaða. Næstu daga munum við þurfa að fá dómgreind ykkar að láni, Valdís er dómgreindar betri en ég enda betri helmingurinn. Gott væri ef þið gætuð lánað mér dómgreind, aldrei meir en nú þarf ég á ykkur að halda,“ skrifar Vigfús Bjarni. 

mbl.is