Píratar munu raða á ný á lista

Á föstudaginn var tilkynnt um úrslitin í prófkjöri Pírata í …
Á föstudaginn var tilkynnt um úrslitin í prófkjöri Pírata í Tortuga. mbl.is/Golli

Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista flokksins vegna ábendinga um mismunandi túlkanir á framkvæmda prófkjara í lögum flokksins. Talið var aftur en engin breyting varð á efstu sætum listans. Í heild færðust þrír einstaklingar þó til um tvö sæti og fjórtán einstaklingar um eitt sæti. Stærstu breytingarnar urðu í kringum 50-62. sætis á listanum.

Í gær hófst umræða á spjallsvæði Pírata á Facebook þar sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek benti á að samkvæmt lögum flokksins ætti að endurtelja í prófkjöri ef einhver hafnaði sæti á lista. Eftir að prófkjörið fór fram höfnuðu nokkrir sínu sæti.

Frétt mbl.is: Lög Pírata um endurútreikning ekki skýr

Þessu fylgir að raða þarf aftur á listana þrjá fyrir kjördæmin í Reykjavík norður, Reykjavík suður og í suðvestur. „Kjördæmaráð túlkar það sem svo að ný talning jafngildi ógildingu á fyrri röðun,“ segir í tilkynningu kjördæmaráðsins.

Hér má sjá niðurstöður dreifilistans að lokinni endurtalningu, en eins og fyrr segir varð engin breyting á efstu mönnum á listanum.

1. Birgitta Jónsdóttir
2. Jón Þór Ólafsson
3. Ásta Helgadóttir
4. Björn Leví Gunnarsson
5. Gunnar Hrafn Jónsson
6. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
7. Viktor Orri Valgarðsson
8. Halldóra Mogensen
9. Andri Þór Sturluson
10. Sara E. Þórðardóttir Oskarsson
11. Þór Saari
12. Olga Cilia
13. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
14. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir
15. Snæbjörn Brynjarsson
16. Arnaldur Sigurðarson
17. Dóra Björt Guðjónsdóttir
18. Lilja Sif Þorsteinsdóttir
19. Hákon Helgi Leifsson
20. Kjartan Jónsson

Fyrri niðurstaða prófkjörsins

Niðurstaða eftir endurútreikning

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka