Spáir stórsigri Sigmundar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég styð allt lýðræði, hvort sem það er innan flokkanna eða í almennum kosningum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Morgunblaðið náði í hana fyrir stundu til að leita álits hennar á framboðsyfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Sigurður Ingi tilkynnti í kvöld að hann hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins.

Frétt mbl.is: Sigurður Ingi ætlar í formanninn

„Þetta skref sem Sigurður Ingi er að taka núna er til marks um það að það verða alvöru formannskosningar á flokksþinginu. Við skulum bara fagna því,“ segir Vigdís.

Frétt mbl.is: Sigmundur „ekkert hrópandi kátur“

Hún segist ekki eiga von á öðru en að Sigmundur Davíð sigri kosningarnar með glæsibrag.

„Framsóknarflokkurinn hefur einfaldlega ekki efni á því að fórna sínum besta manni í einhverjum svona innanhússvígum. Sigmundur Davíð er mjög verðmætur fyrir íslenska þjóð með sína framtíðarsýn og heildaryfirsýn, bæði á lands- og heimsmál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert