„Sumir rekast bara illa í flokki“

Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson.
Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson. Samsett mynd

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir Gústaf Adolf Níelsson og Gunnlaug Ingvarsson, fráfarandi oddvita flokksins í Reykjavík, hafa átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum hans og virst vera sífellt í stríði við stjórnina og aðra flokksmenn. Gústaf og Gunnlaugur drógu framboð sín fyrir flokkinn til baka í dag og sögðu Helga Helgason, formann Íslensku þjóðfylkingarinnar, áhugalausan um framgang hugsjóna flokksins.

„Einna helst virtist sem sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt með að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu. Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Frétt mbl.is: Draga framboð sín til baka

Fljótlega eftir að kjördæmaráð Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík hafi fengið samþykkt að Gústaf skipaði efsta sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hafi hann farið til Spánar og eftirlátið öðrum alla vinnu við framboðsmálin. Fyrir vikið væri undarlegt að Gústaf sakaði formann Íslensku þjóðfylkingarinnar um að hafa ekki stjórn á flokknum.

„Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því. Sumir rekast bara illa í flokki og við því er ekkert að gera. Þessi uppákoma mun í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík,“ segir enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert