Reynsluboltar hverfa af þingi

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir Styrmir Kári

Miðað við stöðuna þegar ríflega þriðjungur atkvæða hefur verið talinn er útlit fyrir að margir reynslumiklir stjórnmálamenn hverfi af þingi. Fimm þingmenn Samfylkingarinnar með samtals yfir sextíu ára þingreynslu næðu ekki kjöri.

Össur Skarphéðinsson er ekki inni á þingi þegar um 35% atkvæða hafa verið talin. Össur hefur setið á þingi í aldarfjórðung eða frá árinu 1991. Helgi Hjörvar, sem er núverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er heldur ekki inni miðað við stöðuna en hann hefur setið á þingi síðastliðin 13 ár eða frá árinu 2003. 

Ljóst er að Valgerður Bjarnadóttir dettur út af þingi en hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er dottin út af þingi eins og sakir standa og einnig Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2007 eða í níu ár. Fyrr í kvöld voru Árni Páll og Sigríður Ingibjörg inni til skiptis og annað þeirra gæti mögulega haldið sæti sínu.  

Þingflokkur Samfylkingarinnar færi úr níu þingmönnum í þrjá ef lokatölur verða í takt við stöðuna nú kl. 01.58. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, yrði því sú eina af þeim níu sem skipa þingflokkinn nú sem héldi sæti sínu á þingi. Auk hennar næðu Logi Már Einarsson og Guðjón S. Brjánsson kjöri fyrir flokkinn. 

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson Eggert Jóhannesson
Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar Árni Sæberg
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Rósa Braga
Árni Páll Árnason og Oddný Harðardóttir
Árni Páll Árnason og Oddný Harðardóttir Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert