Byrjað á sáttmála um helgina

Bjarni Benediktsson kynnti ákvörðun formanna flokkanna um að ganga til …
Bjarni Benediktsson kynnti ákvörðun formanna flokkanna um að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna á þingflokksfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnuhópar frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð munu hefja vinnu við gerð stjórnarsáttmála ríkisstjórnar þessara flokka um helgina.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir formennina sammála um að láta vinnuna ganga hratt fyrir sig og kveðst vonast til að það liggi fyrir um miðja næstu viku hvort hægt sé að ná saman.

Formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Við ætlum að láta reyna á stjórnarsáttmála núna og teljum að þessi samtöl hafi leitt það í ljós að það séu nægilega margir samstarfsfletir,“ sagði Bjarni eftir fund formannanna og þingflokksfund og bætti því við að hann væri ágætlega bjartsýnn á að það tækist vel.

Í umfjöllun um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekki gæti mikillar bjartsýni um að þessi tilraun takist, samkvæmt samtölum við þingmenn og stuðningsmenn flokkanna, en þó virðast margir telja hana þess virði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert