„Kemur ekki á óvart“

Ákvörðun forseta kemur ekki á óvart.
Ákvörðun forseta kemur ekki á óvart. mbl.is/Ómar

„Þetta kemur ekki á óvart miðað við þessa klassísku hringekju. Það er sjálfsagt að reyna þetta ef forsetinn metur að þetta beri árangur eftir samtölin í morgun,” segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri, spurður um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Pírötum stjórnarmyndunarumboð.  

Birgir bendir á að í ljósi afstöðu Pírata til ríkisstjórnarmyndunar fyrir kosningar sé staðan nokkuð ótrúleg. „En tíminn hefur liðið. Staðan er því nokkuð öðruvísi en reiknað var með fljótlega eftir kosningar,“ segir Birgir.

Það kæmi honum á óvart ef fimm flokka viðræður myndu skila niðurstöðu. Meirihlutastjórn er möguleg. Birgir telur að ef slík stjórn yrði mynduð myndi hún líklega ekki starfa saman út heilt kjörtímabil. 

Birgir segir að forsetinn hafi „stigið varlega til jarðar“ og „vandað sig“ eftir síðustu kosningar þegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku við. 

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur.
Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is