Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Þetta tilkynnti hún á fundi Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gær og segir frá á facebooksíðu sinni í dag.

Guðfinna skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarvina og hefur setið í borgarstjórn síðan 2014.

mbl.is