Skora á Willum Þór

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi Framsóknarfélaganna í Kópavogi í morgun:

„Fundur framsóknarfélaganna í Kópavogi haldinn 23. september 2017 skorar á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér til að vera í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis.“

Tillagan var samþykkt samhljóða.

mbl.is