Kosið um fjögur efstu sætin

Guðjón S. Brjánsson.
Guðjón S. Brjánsson. Ljósmynd Bragi Þór Jósefsson

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi.

Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit sunnudaginn 1. október klukkan 13.

Jafnframt verður lögð fram tillaga uppstillingarnefndar um þau sæti á framboðslistanum sem ekki er kosið um.

 Fyrir síðustu kosningar skipuðu þessi fjögur efstu sætin:

  1. Guðjón S. Brjánsson
  2. Inga Björk Bjarnadóttir
  3. Hörður Ríkharðsson
  4. Pálína Jóhannsdóttir
mbl.is