Deilt um fjárlög

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.

„Og þá verðið þið spurð í kosningabaráttunni framundan: En voruð þið ekki búin að samþykkja allskonar skattahækkanatillögur frá fjármálaráðherra Viðreisnar? Hækkun á bensíni, dísilolíu og virðisaukaskatti á ferðaþjónustu? Svarið er NEI,“ sagði Páll í ræðu sinni.

Páll segir að þarna eigi hann við að tillögur Viðreisnar hafi ekki hlotið afgreiðslu í þingnefndum sjálfstæðismanna og verið gerðir miklir fyrirvarar á þeim og engin þeirra fari óbreytt í gegnum þingið með stuðningi sjálfstæðismanna.

Í Morgunblaðinu í dag segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að fjárlagafrumvarpið sé efnislega byggt á fjármálastefnunni og fjármálaáætluninni sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu.