Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður VG í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður VG í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Ómar

Forvali verður beitt hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi við val á framboðslista. Þetta var ákveðið á fundi flokksins sem fram fór í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stefnt er að því að forvalið fari fram næsta mánudag og kosið verði í efstu sex sætin.

Reiknað er með að stillt verði upp á framboðslista VG í öðrum kjördæmum og sú vinna víðast hvar í farvegi. Flokkurinn er með einn þingmann í Suðvesturkjördæmi en það er Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Ögmundur Jónasson var áður þingmaður VG í kjördæminu en hann gaf ekki áfram kost á sér fyrir þingkosningarnar sem fram fóru fyrir ári.

mbl.is