Framboðsfrestur rennur út 13.10.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna hófst á miðvikudaginn í síðustu …
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna hófst á miðvikudaginn í síðustu viku, 134 kusu fyrstu þrjá dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að kjósa á skrifstofu sýslumanns að Hlíðasmára 1. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Það verður kannski ekki fullljóst fyrr en tíu dögum fyrir kosningadag hvaða listar verða í framboði í alþingiskosningunum 2017.

Kjördagur er 28. október, 13. október kl. 12 á hádegi rennur framboðsfrestur út og 18. október auglýsir landskjörstjórn framboðslistana, þá er búið að fara yfir þá og liggur fyrir hvaða framboð eru lögleg, að því er fram kemur í umfjöllun um aðdraganda kosninganna í Morgunblaðinu í dag.

Ný framboð þurfa að tilkynna framboðið til dómsmálaráðuneytisins ekki seinna en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út, á hádegi 10. október, ásamt 300 undirskriftum með framboðinu, og er það fyrir utan undirskriftir meðmælenda sem þarf með hverjum lista.

Flokkarnir sem eru í framboði þurfa að hafa á hverjum framboðslista tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Norðvesturkjördæmi er með 8 þingsæti, Norðaustur- og Suðurkjördæmi með 10, Reykjavíkurkjördæmin með 11 þingsæti hvort og Suðvesturkjördæmi með 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert