Edward varaformaður Vinstri grænna

Edward H. Hujibens varaformaður VG.
Edward H. Hujibens varaformaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Edward H. Hujibens var kosinn varaformaður Vinstri grænna með 66,4% atkvæða á landsfundi flokksins í dag. Óli Halldórsson sem einnig bauð sig fram til embættis varaformanns hlaut 31% atkvæða. Alls greiddu 223 atkvæði en 2,2% voru auðir og/eða ógildir.  

„Traust er það mikilvægasta sem stjórnmálamaður hefur. Ég ætla ekki að bregðast traustinu,“ sagði Edward eftir úrslit kosninganna.  

Katrín Jakobsdóttir formaður VG óskar Edward til hamingju með embætti ...
Katrín Jakobsdóttir formaður VG óskar Edward til hamingju með embætti varaformanns. mbl.is/Kristinn Magnússon
Formaðurinn greiðir atkvæði til varaformanns.
Formaðurinn greiðir atkvæði til varaformanns. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá kosningum
Frá kosningum mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is