„50 milljónir er risavaxin fjárhæð“

Bjarni Benediktsson, fundur formanna á Rúv.
Bjarni Benediktsson, fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í ummæli sín í Víglínunni á stöð tvö í desember í fyrra þar sem hann talaði um 50 milljónir sem upphæð sem hefði ekki skipti verulegu máli í tengslum við færslu á fjármunum úr sjóði 9 í Glitni rétt fyrir hrun í leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld.

„Skilurðu að þessi orðnotkun hljómi einkennilega fyrir fólki?“ sagði annar spyrill þáttarins.

„Já, já að sjálfsögðu skil ég það. Ég hef fullan skilning á því. Það þarf enginn að velkjast í vafa með það að 50 milljónir er risavaxin fjárhæð fyrir mig eins og alla aðra,“ sagði Bjarni.  

Bjarni ítrekað hann hafi ekki tekið peninga úr út bankanum á þessum tíma heldur einungis fært þá til milli sjóða innan bankans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert