Vill hækka skatta á þá auðugustu

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef sagt að það eigi ekki að hækka skatta af almenningi því það er það sem hefur því miður verið gert. Skattbyrði allra hópanna fyrir utan tekjuhæstu 10% hefur aukist á undanförnum árum. Við viljum snúa þessu við. Við viljum hliðra til í skattkerfinu [...] ef það á einhvers staðar að hækka skatta þá er það hjá þeim auðugustu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við fyrirspurn formanns Framsóknarflokksins um hvar VG hyggjast fá tekjurnar ef þeir ætla ekki að skattleggja almenning til að koma með innspýtingu inn í grunnþjónustuna? 

Katrín benti einnig á að það væru tækifæri til að byggja upp aukna innviði t.d. með því að móta stefnu í heilbrigðismálum. 

Katrín beindi sömu spurningu til Sigurðar Inga. Hún spurði hvort hann teldi ekki eðlilegt að skattkerfið yrði nýtt í auknum mæli til tekjujöfnunar.

„Við höfum talað um að við þurfum að endurskoða skattkerfið með það fyrir augum að létta skattbyrði þeirra sem minnst eiga af því skattbyrði þeirra er þyngri en á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Sigurður Ingi. Máli sínu til stuðnings benti hann á skýrslur ASÍ og VR sem sýndu þetta.

„Við teljum við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum að fara í verulega aukningar í grunnþjónustunni án þess að hækka skatta,“ sagði Sigurður Ingi.  

Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fundur formanna á Rúv. Pálmey Gísladóttir.
Fundur formanna á Rúv. Pálmey Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is