Baráttan verður snörp

Kosningabaráttan er að komast á fullt skrið.
Kosningabaráttan er að komast á fullt skrið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sveiflurnar eru miklar, það er óhætt að segja það. Árið 2009 varð mikil fylgissveifla og hún hefur aukist frá hruni og stigmagnast,“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, spurð um niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar HÍ sem framkvæmd var fyrir Morgunblaðið dagana 2. til 6. október sl.

Eva Heiða vísar til vaxandi fylgishruns fjórflokksins í alþingiskosningum síðustu ára. Um árabil hafi fylgi hans verið um níutíu prósent, en það hafi minnkað mjög. „Árið 2013 fékk hann um 75% og árið 2016 um 65%,“ segir Eva Heiða, en samkvæmt áðurnefndri könnun er fylgi flokkanna fjögurra, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, um 65%.

Graf/mbl.is

„Það sem slær mann mest er fylgistap Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eva Heiða. Spurð hvort fylgið staðnæmist nú við kjarnafylgi hans segir hún að því sé erfitt að svara. „Ég hélt því fram árin 2009 og 2013 að hann væri kominn niður í kjarnafylgi sitt í um 25%, en ég myndi nú segja að þarna væru bara hans hörðustu stuðningsmenn að baki,“ segir Eva Heiða, en samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar munu 24% svarenda sem kusu Sjálfstæðisflokkinn árið 2016 kjósa VG nú. 40% þeirra sem kusu Framsóknarflokk síðast hyggjast kjósa Miðflokkinn og 22% þeirra sem kusu Pírata síðast hyggjast kjósa VG nú, að þvi er fram kemur í umfjöllun um kosningabaráttuna í Morgunblaðinu í dag.

Graf/mbl.is
Graf/mbl.isNánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »