Þorgerður Katrín nýr formaður

Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn ...
Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Árni Sæberg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur tekið sem formaður Viðreisnar. Kosning um þetta fór fram á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar fyrir í dag en engar aðrar stjórnir voru gerðar á stjórn Viðreisnar og verður Jóna Sólveig Elínardóttir því áfram varaformaður. 

Aðspurð um aðdraganda ákvörðunarinnar segir Þorgerður að Benedikt Jóhannesson hafi sjálfur tekið ákvörðun um að stíga til hliðar sem formaður og tilkynnt þingflokknum það á fundi fyrir fund ráðgjafaráðsins. Benedikt mun áfram gefa kost á sér í komandi kosningum og verður áfram í flokknum. „Þetta er í raun alveg einstakt í íslenskri stjórnmálasögu hvernig formaður horfir á flokkinn og hugsjónir hans og hugsar fyrst og fremst um vöxt Viðreisnar og viðfang flokksins.“

Mikil áskorun

„Þetta er nátturlega mikil áskorun, það er skammur tími til stefni og þetta er kannski ekki besti tíminn til að taka við stjórnmálaflokki. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að berjast fyrir því að frjálslynd sjónarmið og nauðsynlegar kerfisbreytingar eigi sterka rödd í næstu ríkisstjórn og það er einfaldlega okkar að berjast fyrir því,“ segir Þorgerður í samtali við mbl.is.

Aðspurð um það hvort hún hafi verið fyrsta val sem nýr formaður segir Þorgerður flokkinn vera svo heppinn að innan flokksins séu margir einstaklingar sem hafa sýnt og sannað að þeir geti verið í forystu Viðreisnar. „Sem betur fer eru margir sterkir einstaklingar í þingflokknum og svo sannarlega hefðu fleiri komið til greina sem formenn en þetta var niðurstaðan og ég skorast ekki undan því.“

Tímabundin ráðstöfun

Að sögn Þorgerðar er kjör hennar í formannsembættið í raun tímabundin ráðstöfun fram að landsþingi flokksins. „Það er rétt að draga það fram að það verður boðað á landsþing í byrjun næsta árs og þetta er í rauninni tímabundin ráðstöfun fram að landsþingi.“

mbl.is