Verið undiralda í Viðreisn í nokkurn tíma

Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur er lektor í stjórnmálafræði við Háskóla ...
Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur er lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Styrmir Kári

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur man ekki til þess að formaður stjórnmálaflokks hafi hætt svona skyndilega skömmu fyrir kosningar.

Nokkur dæmi séu þó um formannsskipti vegna slaks gengis, t.d. Halldór Ásgrímsson þegar hann hætti í pólitík 2006 eftir sveitarstjórnarkosningar og þá hafi verið mikil pressa á Bjarna Benediktssyni fyrir kosningarnar 2013 að stíga til hliðar.

„Markús Örn Antonsson hætti skyndilega sem forystumaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 1994. Þá tók Árni Sigfússon við en það var þremur mánuðum fyrir kosningar, ekki tveimur vikum. Hjá Samfylkingunni steig Árni Páll til hliðar í fyrravor og Oddný G. Harðardóttir tók við og hjá Bjartri framtíð vék Guðmundur Steingrímsson fyrir Óttari Proppé, en allt hafði það lengri aðdraganda,“ segir Stefanía í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.