Jöfn dreifing flestra flokka

Fylgi flokkanna á landsbyggðinni og á suðvesturhorninu
Fylgi flokkanna á landsbyggðinni og á suðvesturhorninu

„Það kemur ekki mikið á óvart í þessu en þó eitthvað, til að mynda er fylgið sem Framsóknarflokkurinn sækir af höfuðborgarsvæðinu með minnsta móti.“

Þetta segir Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Hug- og félagsvísindavið Háskólans á Akureyri, um hvaðan flokkarnir sæki fylgi sitt í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Hann segir ýmislegt athyglisvert við könnunina og beri þar helst að nefna Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn sem njóti talsvert meira fylgis á landsbyggðinni.

„Það er mjög mikill munur á Sigmundi og Framsóknarflokknum sem er sérstakt fyrir þær sakir að Miðflokkurinn er klofningsflokkur úr Framsóknarflokknum. Það er ekki nýtt að Framsóknarflokkurinn sæki fylgið sitt af landsbyggðinni en eins og ég segi er þessi mikli munur sérstakur,“ segir Birgir sem telur þetta sýna að fylgi Miðflokksins einskorðist ekki við gamla framsóknarmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »