Vill styrkja félagslegu stoðina

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér.

„Við þurfum að fullfjármagna skólakerfið, við þurfum að efla rannsóknir og nýsköpun. Við þurfum með öllum ráðum að efla þann eiginleika sem býr með okkur öllum að geta nýtt okkur skapandi hugsun og nálgun,“ segir Logi meðal annars, en rætt er ítarlega við hann í Morgunblaðinu í dag. 

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Logi segir þar að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að hér hafi tvær ríkisstjórnir fallið á einu ári vegna skorts á samfélagslegum gildum. Ákall um nýja stjórnarskrá sé hluti af því að búa til heilbrigðara umhverfi um stjórnmálin og skapa á þeim traust á ný.

Hann ræðir þar einnig þær áskoranir sem sósíaldemókrataflokkar hafa tekist á hendur í Evrópu, og segir þá hafa lagt grunninn að kraftmestu samfélögum veraldarsögunnar. Nauðsynlegt sé þó fyrir þá flokka að endurnýja erindi sitt á nýjum tíma og finna grundvöll jafnaðarstefnunnar. „Að lokum hafnar Samfylkingin því að braskað sé með heilsu, fæði, húsnæði og menntun almennings,“ segir Logi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert