Kosningaspegill mbl.is 2017

Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is.

Kosningaspegill mbl.is 2017

mbl.is fékk fulltrúa þeirra 11 flokka sem hafa skilað inn framboðum fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. til að svara 18 spurningum er varða stór og umdeild mál og nú gefst lesendum kostur á að máta sig við svör flokkanna með því að svara sömu spurningum.

Útreikningarnir byggja á svörum formanna stjórnmálaflokkanna, sem svöruðu hver fyrir sinn flokk, nema Gunnar Bragi Sveinsson svaraði fyrir Miðflokkinn. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum en Dögun í einu kjördæmi og Alþýðufylkingin í fjórum.

Góða skemmtun!

mbl.is

Bloggað um fréttina