43% fleiri eru búin að kjósa

Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í ár en í fyrra.
Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í ár en í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári.

Klukkan tíu í gærkvöldi höfðu 8.485 greitt atkvæði en 5.939 á sama tíma fyrir ári, að því er fram kemur í umfjöllun um komandi kosningar í Morgunblaðinu í dag.

Utankjörfundar-atkvæðagreiðslan fer fram í Smáralind og segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að staðsetningin kunni að vera ein ástæðan fyrir aukinni kjörsókn utan kjörfundar.