Málefni flokka á landsvísu ráða mestu um val

Útlit er fyrir góða kjörsókn á laugardag.
Útlit er fyrir góða kjörsókn á laugardag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.

Spurt var: „Hvert af eftirtöldu skiptir þig mestu máli þegar kemur að því að velja flokk í kosningunum í haust?“ Fjórir svarmöguleikar voru gefnir: málefni flokksins á landsvísu, málefni flokksins í mínu kjördæmi, frambjóðendur flokksins á landsvísu og frambjóðendur flokksins í mínu kjördæmi.

72% svarenda sögðu að málefni flokksins réðu mestu, 8% sögðu að málefni flokksins í kjördæminu réðu mestu, 10% sögðu frambjóðendur á landsvísu og önnur 10% frambjóðendur flokksins í kjördæminu, að því er fram kemur í greiningu á niðurstöðum könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »