Stjórnmálin verða að breytast

Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík norður, segir kosningarnar í haust snúast um traust til stjórnmálanna sjálfra. Við, sem þjóð, þurfum stjórnmálamenn sem vilji breyta regluverkinu sjálfu svo að traustið verði verðskuldað. Rætt er ítarlega við Helga Hrafn í Morgunblaðinu í dag.

„Með nægu gegnsæi og kerfisbreytingum í átt að meira lýðræði og sterkari borgararéttindum getum við búið til stjórnmál sem þarf ekki að tortryggja um hvert ár og í hverjum einustu kosningum, heldur að við getum trúað því í framtíðinni að stjórnmálin séu megnug um að leysa vandamálin sem steðja að hverju sinni,“ segir Helgi Hrafn meðal annars, en rætt er ítarlega við hann í Morgunblaðinu í dag.

Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl.is/Eggert

Þar ræðir hann meðal annars ástæður þess að hann ákvað að gefa kost á sér að nýju eftir að hafa ekki reynt að ná endurkjöri í kosningunum í fyrra. Segir Helgi Hrafn að þessir ellefu mánuðir sem hann hafi fengið utan þings hafi gert sér gott, og að hann sé sannfærðari nú en áður að það sé engum manni hollt að vera of lengi í stjórnmálum. 

Þá ræðir Helgi Hrafn einnig þær kerfisbreytingar og lýðræðisumbætur sem Píratar vilji gera, og segir að við sem þjóð verðum að geta tekist á við stórar spurningar af þessu tagi, jafnvel þó að vel ári í efnahagslífinu. „Ef við skiljum þessar spurningar alltaf eftir, þangað til það er komið krísuástand eins og í efnahagshruninu 2008, þá er hætt við því að orðræðan og atburðarásin dragi úr yfirvegaðri rökfastri umræðu,“ segir Helgi meðal annars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert