Virkjum frumkvæðið áfram

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, segir kosningarnar á morgun snúast um að haldið verði áfram að byggja á þeim góða grunni, sem þjóðin hafi sameiginlega náð að móta á undanförnum árum. „Þetta getum við gert með því að nýta efnahagsávinninginn til innviðauppbyggingar, við ætlum að taka betur utan um eldra fólkið okkar en líka hugsa til þeirra sem yngri eru,“ segir Bjarni. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta getum við gert án þess að leggja nýjar álögur á fólk eða fyrirtæki. Þannig tryggjum við áfram mikil umsvif í hagkerfinu og að fólk hafi örugga vinnu. Og með því að styrkja innviðina munum við gera Ísland að enn betri stað til þess að búa á, og við ætlum að gera það sameiginlega. Það þarf samhent átak til þess að halda lífskjarasókninni áfram,“ segir Bjarni, en ítarlega er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert