53% höfðu kosið í Reykjavík klukkan sex

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjörsókn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum er betri í ár en í síðustu kosningum. Klukkan sex í kvöld höfðu 52,89% kjósenda á kjörskrá kosið, en í fyrra var hlutfallið 50,52% og árið 2013 höfðu á sama tíma 50,63% kosið.

Fleiri hafa kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður en í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í norðurkjördæminu hafa 53,55% kosið, en í fyrra höfðu 50,4% kosið og árið 2013 höfðu 49,4% kosið.

Í suðurkjördæminu höfðu 52,22% kosið klukkan sex í dag, en í fyrra var hlutfallið 50,65% og árið 2013 höfðu 51,86% kosið á þessum tíma.

Hægt er að fylgjast með kjörsókn í Reykjavík á síðu Reykjavíkurborgar, en þar eru tölur uppfærðar á klukkustundar fresti.

Graf/Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina