Ólögráða send kosningaskilaboð

Einhverjir flokkar hafa sent kjósendum SMS í dag.
Einhverjir flokkar hafa sent kjósendum SMS í dag. AFP

Töluvert hefur borið á því að fólk hafi fengið SMS-skilaboð frá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Miðflokknum þar sem viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til að kjósa þann flokk sem sendir skilaboð. Fólk sem er með rautt X í símaskrá, sem þýðir að ekki megi hringja í það, hefur fengið skilaboð og er slík sending ólögleg. 

Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, [þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS)], 1) fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ segir í fjarskiptalögum.

Lögfræðingur sem mbl.is ræddi við segir sendingu slíkra skilaboða á fólk sem er ekki skráð með rautt X á gráu svæði. Sumir segi slíkt ólöglegt en aðrir ekki.

14 ára hvattur til að kjósa

Flokkur fólksins virðist ekki hafa farið yfir á hvaða aldri viðtakendur SMS-skilaboða voru hjá þeim. Körfuboltakempan Teitur Örlygsson sýnir á Twitter-síðu sinni skjáskot af skilaboðum sem sonur hans fékk frá Flokki fólksins um að nýta kosningaréttinn. Sonur Teits er 14 ára og því langt í að hann kjósi.

Annar Twitter-notandi bendir á að hægt sé að senda kvartanir á Póst- og fjarskiptastofnun vegna SMSöskilaboða á kjördag.

Uppfært kl. 16.11:  Upphaflega var talað um að öll sending SMS-skilaboða á kjördag væri ólögleg.

mbl.is