Inga Sæland er til í allt

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/Eggert

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ánægð og þakklát með að vera á leiðinni á þing. Flokkur hennar hlaut 6,9% í alþingiskosningunum og fjóra þingmenn. Inga telur að flokkurinn eigi fullt erindi í ríkisstjórn en átta flokkar verða á Alþingi.

„Það er bara þakklæti og auðmýkt að finna fyrir öllum þessum mikla stuðningi,“ segir Inga í samtali við mbl.is en lokatölur voru kunngjörðar rúmlega 10 í morgun. Þá varð endanlega ljóst að Inga, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Guðmundur Ingi Kristinsson verða fulltrúar Flokks fólksins á Alþingi.

Flokkurinn mældist með í kringum 4% í skoðanakönnunum síðustu vikuna fyrir kosningar en eldræða Ingu í síðustu leiðtogaumræðunum á RÚV á föstudagskvöld virðist hafa gefið flokknum aukið fylgi. Inga sjálf telur að það sé greinilega ekki hægt að taka of mikið mark á könnunum:

„Þetta segir kannski eitthvað um skoðanakannanirnar, þær eru ekki alveg að gera sig.

Aðspurð segir Inga að flokkurinn eigi fullt erindi í ríkisstjórn. „Við eigum erindi í allt,“ segir Inga en hún útilokar engan flokk og á heldur ekki „uppáhalds“ flokk til að vinna með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert