Engin bindandi niðurstaða

Logi Már Einarsson ræddi við fjölmiðla við komuna á Bessastaði.
Logi Már Einarsson ræddi við fjölmiðla við komuna á Bessastaði. mbl.is/​Hari

„Samtal frá anddyrinu á RÚV og út á bílastæði getur aldrei leitt til bindandi niðurstöðu,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um viðræður Samfylkingar og Vinstri grænna um möguleika á samstarfi í nýrri ríkisstjórn.

Logi er nú genginn á fund forseta. Hann sagði að formennirnir allir væru búnir að hittast töluvert, enda oft átt erindi á sömu fundina. „Ég hef talað við Katrínu líka,“ sagði hann.

Formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson. mbl.is/Eggert

Hann lýsti þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að stjórnarandstöðuflokkarnir töluðu fyrst saman, enda hefðu þeir meirihluta. „Ríkisstjórnin féll,“ sagði hann.

Logi líkti viðræðunum við púsl. Í fyrra hefðu verið 50 púsl í kassanum en nú væru þau 100. „Í stóru púsli með mörgum púslum verður oft fallegri og litskrúðugri og „detailaðri mynd,“ sagði hann, hýr á brá.

Logi Már Einarsson á Bessastöðum ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta ...
Logi Már Einarsson á Bessastöðum ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. mbl.is/​Hari
mbl.is