Meðalaldur alþingismanna hækkar um tvö og hálft ár

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, verður nú elstur þingmanna
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, verður nú elstur þingmanna mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Meðalaldur nýrra alþingismanna er 49,15 ár, sé miðað við hvað þeir voru gamlir á kjördag. Á síðasta þingi var þetta meðaltal 46,6 ár sem var yngsta þing á lýðveldistíma.

Frá árinu 1978, þegar meðalaldur þingmanna á kjördag var 49,6 ár, hefur hann aðeins einu sinni verið hærri en nú og það var árið 1999 þegar hann var 49,9 ár.

Aldursforseti þingmanna verður Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi sem er 69 ára gamall og yngsti þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 26 ára þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þegar aldur nýkjörinna þingmanna er skoðaður kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Til dæmis að elstu þingmennina er að finna í Suðurkjördæmi, þar sem meðalaldur þeirra er 52,6 ár. Þeir yngstu eru í Reykjavíkurkjördæmi norður, en meðaltalsaldur þeirra er tæp 43 ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert