Oftast strikað yfir nafn Bjarna

Bjarni Benediktsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins um helgina.
Bjarni Benediktsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Oftast var strikað yfir nafn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í kjörklefum í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum á laugardaginn, eða tæplega 500 sinnum.

Þetta segir Ástríður Grímsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, en Bjarni var í 1. fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna. 

Næstoftast var strikað yfir nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eða hátt í 200 sinnum. Hún var í efsta sæti á lista flokksins í kjördæminu.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þriðji í röðinni með innan við eitt hundrað útstrikanir en hann var í þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.

Ástríður bendir á að mun fleiri útstrikanir hefði þurft til að fella frambjóðendur niður um sæti í kjördæminu. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í Suðurkjördæmi var oftast strikað yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Hanna

Í Reykjavíkurkjördæmi norður voru flestir breyttir seðlar hjá Sjálfstæðisflokknum en formaður yfirkjörstjórnar gat ekki sagt til um einstök nöfn að svo stöddu. Hún taldi að útstrikanirnar myndu ekki hafa áhrif á uppröðun flokkanna.

Landskjörstjórn fundaði í dag til að fara yfir hvernig kosningarnar gengu fyrir sig. Að sögn Kristínar Edwald, formanns stjórnarinnar, verða niðurstöður hennar varðandi útstrikanir birtar eftir viku.

Hún tók fram að engar tilfærslur muni verða á uppröðun frambjóðendanna á listunum. Útstrikanir hafi ekki verið nógu margar til að fella frambjóðendur niður um sæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert