Enginn þrýstingur á Óttar

Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.

„Stjórnin þarf að boða aukaársfund þannig að við förum væntanlega í að skoða það. Þangað til leysi ég væntanlega af sem formaður. Það er gert ráð fyrir því í reglunum okkar að formenn leysi hvor annan af komi til forfalla. Þannig að ég hlýt þá að vera starfandi formaður.“

Þetta segir Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, í samtali við mbl.is en Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður flokksins. Aðspurð segist hún telja að ákvörðun Óttars bæði hafi komið fólki innan Bjartrar framtíðar á óvart og ekki.

„Það hefur ekki verið nein hávær umræða um að til þessa gæti komið og það hefur ekki verið neinn þrýstingur á hann. Þetta er þannig í sjálfu sér ákvörðun sem hann tekur algerlega á eigin forsendum. Viðbrögðin innan okkar raða eru aðallega virðing og þakklæti.“

Flokksmenn virði ákvörðunina en telja það ekki endilega sanngjarnt að hann axli ábyrgð á gengi Bjartrar framtíðar í þingkosningunum á laugardaginn þar sem flokkurinn hlaut 1,2% fylgi og missti þá fjóra þingmenn sem hann fékk kjörna í kosningunum fyrir ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina