Guðni býst við fréttum fyrir vikulok

Bessastaðir. Forseti Íslands býst við fréttum frá formönnum þeirra flokka ...
Bessastaðir. Forseti Íslands býst við fréttum frá formönnum þeirra flokka sem nú ræða stjórnarmyndun fyrir vikulok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur ekki þörf á að boða formenn þingflokkanna á Bessastaði á allra næstu dögum.

Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu segir að síðustu daga hafi leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs rætt sín á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar þessara flokka.

„Eftir samráð við þingmenn og aðra í röðum flokkanna hafa formenn þeirra tjáð mér að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta,“ segir í yfirlýsingunni.

„Þær viðræður munu hefjast nú þegar og er þess að vænta að undir lok vikunnar liggi fyrir hvort þær skila tilætluðum árangri.“

mbl.is