Lá fyrir að staðan yrði snúin

Sjálfstæðismenn funda í Valhöll.
Sjálfstæðismenn funda í Valhöll. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna ágæta eftir helgina en Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

„Það lá fyrir að þetta yrði nokkuð snúin staða eftir kosningar og við erum að vinna með það,“ sagði Bjarni, skömmu fyrir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem hófst klukkan 11 í Valhöll.

Hann vildi ekkert tjá sig um þá óeiningu sem talin er vera innan raða Vinstri grænna um að fara í formlegar viðræður við sjálfstæðismenn. „Ætli það sé ekki best að þau tjái sig um sín mál og ég um mín.“

Bjarni Benediktsson í Valhöll í morgun.
Bjarni Benediktsson í Valhöll í morgun. mbl.is/Eggert

Hann bætti við að af samtölum sínum við Vinstri græn og Framsóknarflokkinn að dæma fyndist sér ágætislíkur á að hægt yrði að ná saman um breiðu málin sem þverpólitísk samstaða var um í aðdraganda kosninganna, meðal annars að sátt næðist við vinnumarkaðinn og hægt yrði að mynda sterka ríkisstjórn. „Ég er ágætlega bjartsýnn á það.“

Hann sagði jafnframt líklegt að það skýrðist í dag hvort flokkarnir hæfu formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag gerist það kannski bara á morgun.“

Vinstri græn funda í Alþingishúsinu klukkan 13 í dag en flokkurinn fundaði í gær án þess að niðurstaða náðist um hvort halda eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn.

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert