Ekki langt á milli flokka í málefnum

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. mbl.is/Styrmir Kári

„Það verður að teljast merkur áfangi ef þeim tekst að semja um ríkisstjórnarsamstarf. Síðan verður að koma í ljós hversu vel hann helst. Slíkt samstarf byggist mikið á trausti á milli einstaklinga. Traustið þarf að ná niður í alla þingflokkana og baklandið þarf að hafa trú á því sem lagt er upp með. Baklandið í VG er tvístígandi og því getur reynst erfitt að klára þetta dæmi.“

Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í umfjöllun um stjórnarmyndunarviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag. Hún telur að ekki sé jafn mikill munur á milli stefnumála Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og af er látið.

„Það hefur alltaf verið dregin upp sú mynd að það væri óskaplega mikill munur á þessum flokkum og þeim stillt upp sem andstæðum pólum. Það er ef til vill hluti af ímyndarstjórnmálum að draga upp andstæður. Allt frá hruni hafa flokkarnir til vinstri dregið upp þá mynd af Sjálfstæðisflokknum að honum væri illa treystandi. Sjálfstæðismenn hafa á móti dregið upp mynd af VG sem flokki opinberra starfsmanna sem vilji ofurskatta atvinnulífið,“ segir Stefanía.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert