Línur skýrist fyrir vikulok

Katrín Jakobsdóttir hefur ekki þingflokk Vinstri grænna allan á bak …
Katrín Jakobsdóttir hefur ekki þingflokk Vinstri grænna allan á bak við sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, væntir þess að það liggi fyrir undir lok vikunnar hvort stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins skili tilætluðum árangri. Kemur þetta fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni.

Viðræðurnar hófust síðdegis í gær með fundi formanna flokkanna. Þeir munu hittast aftur árdegis í dag til að leggja drög að stjórnarsáttmála, að því er fram kemur í umfjöllun um stjórnarmyndunartilraunirnar í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gærkvöldi að ekki yrðu veittar upplýsingar um hvaða málefni stjórnin yrði mynduð um fyrr en niðurstaða fengist. „Ég get lofað því að hægt verður að finna samhljóm með því sem rætt var um í kosningunum sem nú eru nýafstaðnar. Þar var ýmislegt sem sameinaði, þó annað hafi greint okkur að. Með það erum við að vinna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »