„Þetta hefur gengið ágætlega“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, og Sigurður …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, og Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins. Haraldur Jónasson / Hari

„Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

„Það sem við höfum verið að gera í dag er að meta málefnin aðeins út frá hugmyndum um fjármál og það mun taka aðeins tíma til viðbótar. Ég myndi halda að það fari að skýrast svona á næstu dögum hvernig nákvæmlega tímaætlunin mun líta út í þessu.“

Flokkarnir hófu formlegar viðræður í byrjun síðustu viku og eru þær langt komnar. Unnið hefur verið að því samhliða viðræðunum að setja saman stjórnarsáttmála fyrirhugaðrar stjórnar.

Forystumennirnir hafa sagt að viðræðurnar hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir en ástæða þess sé ekki að illa hafi gengið heldur áhersla á vandvirkni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert