Hyggjast dreifa orkunni betur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks. mbl.is/Hari

Ný ríkisstjórn leggur áherslu á að efla dreifikerfi raforku frekar en nýjar virkjanir. Hætt verður við að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna þess í stað verði skoðað að leggja á komu- og brottfarargjöld. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv

Ekkert hefur verið gert opinbert um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Á morgun munu stofnanir flokkanna greiða atkvæði um hann. 

Fjármagnstekjuskattur mun hækka úr tuttugu í tuttugu og tvö prósent en að álagningunni verði breytt. Fæðingarorlofið mun einnig verða lengt í áföngum í tólf mánuði. 

Fyrr í kvöld greindi Kjarninn meðal annars frá því að samkvæmt stjórnarsáttmálanum yrði fjármálakerfið end­ur­skipu­lagt sem og fæðingarorlof lengt.  

  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert