Vinstri græn samþykktu sáttmálann

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, kynnti stjórnarsáttmálann …
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, kynnti stjórnarsáttmálann fyrir flokksmönnum síðdegis. mbl.is/Hari

Stjórn­arsátt­máli verðandi rík­is­stjórn­ar var samþykkt­ur á flokks­ráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem fram fór á Grand hótel í kvöld með 80% atkvæða. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður flokks­ins, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður flokksins, höfðu áður kynnt sátt­mál­ann fyr­ir flokks­mönn­um.

Alls greiddu 93 atkvæði. 75 flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmálann en 15 greidu atkvæði gegn honum. Þar á meðal eru þingmennirnir Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir sem greiddu at­kvæði gegn samningnum. Atkvæðagreiðslan var leynileg en þess var óskað af flokksmönnum rétt áður en gengið var til atkvæða. Þrír flokksmenn skiluðu auðu. 

Hátt í 200 manns sóttu flokksráðsfundinn.

Frétt mbl.is: Greiða atkvæði gegn samningnum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, að loknum fundinum í kvöld.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, að loknum fundinum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn­arsátt­málinn var samþykkt­ur á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll nú síðdegis og nú stendur yfir fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins þar sem sáttmálinn verður kynntur flokksmönnum og afgreiddur að því loknu.

Verði stjórn­arsátt­mál­inn samþykkt­ur af öllum flokkunum þremur í kvöld verða haldn­ir þing­flokks­fund­ir á morg­un þar sem ráðherra­efni hvers flokks verða kynnt þing­mönn­um þeirra.

Þá er stefnt að því að rík­is­ráðsfund­ur fari fram á Bessa­stöðum á morg­un þar sem ný rík­is­stjórn muni taka form­lega við völd­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert