Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

Alþingi við Austurvöll. 148. þing Alþingis var sett í dag.
Alþingi við Austurvöll. 148. þing Alþingis var sett í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd.

Verður hlutverk þeirra að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna áður en þingfundur hefst klukkan fjögur síðdegis.  

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá vali þeirra eftir að þingmenn minntust Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést í október á 88. ári eftir langvarandi veikindi.

mbl.is